LÁTTU OKKUR SJÁ UM BÓKHALDIÐ

Við kunnum okkar fag

Við hjá Fjárhúsinu – Spekt gerum það sem við kunnum best, á meðan viðskiptavinurinn sinnir því sem hann sjálfur kann allra best…

Það er ýmislegt sem við í Fjárhúsinu – Spekt kunnum ekki, svo sem fatahönnun, hárgreiðsla eða nudd svo dæmi séu tekin. Við erum líka alveg ómögulegir sjómenn og afleitir málararar. Kunnum heldur hvorki að flísaleggja eða gera kvikmynd. Og á bílaviðgerðir minnumst við helst ekki á ógrátandi. En það er líka þó nokkuð sem við kunnum upp á okkar tíu fingur; t.d. að færa Bókhald, gera skattframtöl, stofna fyrirtæki, sjá um launavinnslur, gera rekstrar- og viðskiptaáætlanir, vinna ársreikninga og allt annað sem lýtur að rekstri fyrirtækja. Léttu af þér áhyggjunum og láttu okkur sjá um bókhaldið, virðisaukaskattinn, launin og uppgjörin, reikningaútskriftina og innheimtuna. Á meðan sinnir þú því sem þú kannt svo vel.

Launavinnslur / launaútreikningar

Fjöldi fyrirtækja sér hag sínum best borgið að útvista launaútreikningum starfsmanna sinna, enda innhalda launamál gjarnan viðkvæmar persónuuplýsingar og því trúnaðarmál.

Hvort heldur þú greiðir einum eða eitthundrað starfsmönnum laun, getur Fjárhúsið – Spekt séð um allar launavinnslur. Þú heldur utan um starfsfólkið, unna tíma, veikindi, orlof og annað tilfallandi og sendir okkur tímanlega. Launin reiknum við út skv. þeim upplýsingum og sendum þér yfirlit til yfirferðar og samþykktar. Að því loknu skilum við af okkur launaseðlum ásamt öllum tilheyrandi skilagreinum. Við áramót lokum við árinu og skilum launamiðum og verktakamiðum til þín, starfsfólksins og skattayfirvalda eins og lög gera ráð fyrir.

Bókhald

Öll fyrirtæki í rekstri þurfa að halda Bókhald um umsvif sín, hvort heldur það eru einstaklingar í rekstri eða lögformlega stofnuð fyrirtæki.

Fjárhúsið – Spekt býr að langri reynslu í færslu á bókhaldi og utanumhaldi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fjárhagsbókhald, útskrift reikninga, innheimtu og eftirfylgni, viðskiptamannabók, lánadrottnar birgðabókhald o.fl.

Skattskil / Virðisaukaskattskýrslur

Við gerum virðisaukaskattsskýrslur og sjáum um skil á virðisaukaskatti og önnur Skattskil eftir samkomulagi.

Framtalsaðstoð og ársreikningar

Fjárhúsið býður einstaklingum aðstoð við gerð skattaframtala og við endurgreiðslu virðisaukaskatts o.fl. Við gerum framtöl- og ársreikninga fyrir lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri.

Stofnun fyrirtækja

Hyggur þú á rekstur? Ert þú í rekstri? Þarft þú að stofna fyrirtæki? Við veitum ráðgjöf og leiðbeiningar um hvaða rekstrarform er hagstæðast fyrir þinn rekstur ásamt því að ganga frá öllum nauðsynlegum gögnum og komum þeim í hendur réttra aðila.

Reikningagerð

Við getum haft umsjón með útgáfu reikninga á pappír eða rafrænt, með og án greiðsluseðla. Þú sendir okkur upplýsingar og við útbúum reikninginn og sendum. Reikningagerð er grundvöllur rekstrar, því án reikninga eru engar tekjur.