Láttu okkur sjá um bókhaldið
Um Fjárhúsið - Spekt ehf.
Fjárhúsið - Spekt ehf. er byggt á grunni tveggja bókhaldsstofa sem hafa báðar starfað um langt árabil. Fjárhúsið bókhaldsþjónusta ehf og Spekt ehf gengu saman í eina sæng og sameinuðust 1. október 2020.
Starfsfólk Fjárhússins - Spektar ehf hefur samanlagt áratuga reynslu í umsýslu, færslu bókhalds, gerð ársreikninga og framtals ásamt staðgóðri reynslu í rekstri fyrirtækja.
Í október 2020 fluttu Fjárhúsið og Spekt ehf saman í nýtt húsnæði að Lynghálsi 4, 110 Reykjavík, tóku upp nafnið Fjárhúsið - Spekt ehf og hófst þar með nýr kafli hjá báðum bókhaldsstofunum sem áður höfðu starfað í sitt hvoru lagi til fjölda ára.
Við bjóðum viðskiptavini velkomna að heimsækja okkur á skrifstofuna að Lynghálsi 4 og fara yfir sín mál með okkur.
Við bjóðum upp á víðtæka þjónustu og ráðgjöf við fyrirtæki jafnt sem einstaklinga í rekstri.
Hvort sem þig vantar fjármálaráðgjöf, skattráðgjöf eða aðstoð við reikningshald þá erum við reiðubúin að aðstoða.
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir

Eigandi
Guðrún hefur starfað við flest það sem snýr að rekstri, Hún býr yfir áratugareynslu á sviði bókhalds og fjármála og reksturs almennt enda komið víða við á langri starfsævi. Guðrún nam viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og er viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík.
Pétur Valdimarsson

Eigandi
Pétur er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað sem fjármálastjóri og framkvæmdastjóri lengst af. Hann hefur fengist við gerð og eftirfylgni viðskiptaáætlana auk margþættrar greiningarvinnu. Þá hefur hann stýrt fjármálum margra þeirra félaga sem hann hefur komið að en of langt mál er upp að telja.
Jón Ellert Lárusson

Eigandi
Jón er menntaður viðskiptafræðingur og lögfræðingur og hefur hann sérhæft sig í skattarétti og reikningsskilum auk skuldaskila- og fullnusturéttar. Hann hefur í gegnum tíðina starfað mest við fjármála- og framvæmdastjórn bæði lítilla og stærri fyrirtækja ásamt því að sitja í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og samtaka.
Björg Jónsdóttir

Viðskiptafræðingur
Björg er viðskiptafræðingur með master í endurskoðun og reikningshaldi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf störf á vordögum 2018 hjá Fjárhúsinu. Hún kemur með víðtæka reynslu í Fjárhúsið - Spekt ehf enda hefur hún unnið við bókhald og uppgjör til fjölda ára.
Inga Rún Káradóttir

Bókari og launafulltrúi
Inga Rún er með langa reynslu sem bókari og henni gengur vel að fá hlutina til að stemma. Inga sér um launamál fyrir kúnna Fjárhússins - Spektar ehf en hún er sérfræðingurinn okkar í launum. Inga er brjáluð fótboltamamma og er (að eigin sögn) frábær markateljari.
Edda Ingvarsdóttir

Viðurkenndur bókari
Edda er með áralanga reynslu í bókhaldi og hefur yfirgripsmikla þekking á hinum ýmsu bókhaldsforritum.
Reynir Baldursson

Bókari
Reynir er Samvinnuskólagenginn Austur Húnvetningur; eitthvað sem allir þurfa að vita. Hann ólst upp á Blönduósi þar sem hann byrjaði að starfa við bokhald 1984 en hefur fært sig milli landshluta og starfa síðan. Við erum mjög heppin að hafa hann með í hópnum. Honum finnst ekkert spennandi að láta koma sér á óvart, bestu dagarnir hans eru þeir sem eru fyrirséðir.
Jónína Erna Gunnarsdóttir

Móttaka, bókari og bjargvættur
Jónína stýrir móttökunni hér hjá okkur, svarar í síman og gengur í öll störf. Nína gekk til liðs við okkur í október 2020, hún er fljót að ná tökum á öllum hlutum og fellur vel í hópinn.
Páll Ólafur Bergsson

Bókari
Páll er vel þekktur í íslensku viðskiptalífi enda hefur hann komið víða við á farsælum ferli sínum. Páll rak um langt skeið bæði fyrirtækjasölu og bókhaldsstofu. Páll hefur unnið við flest allt sem nöfnum tjáir að nefna nema sjómennsku og skurðgröfustjórn að eigin sögn.
Polli

Móttökustjóri
Pollux eða Polli eins og hann kýs að láta kalla sig; tók við sem móttökustjóri árið 2015. Fyrir þann tíma hafði hann unnið sem öryggisvörður á heimili eiganda með góðum árangri. Polli á sér ýmis áhugamál. Þar má helst nefna gönguferðir með Guðrúnu, gelta á hunda nágranna sinna og að borða hundanammi. Polli er einstaklega vinsæll starfsmaður.