Persónuvernd og vefkökur
Persónuupplýsingar
Notendur á fjarhusid.is geta þurft að gefa upp persónuupplýsingar ef þeir hafa samband við okkur í gegnum “Hafa samband” formið á vefsíðunni. Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, samkvæmt skilgreiningu persónuverndarlaga. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar. Fjárhúsið – Spekt ehf. vandar alla meðferð á persónuupplýsingum, samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma hér á landi.
Vefkökur
Vefkökur sem teljast nauðsynlegar gera notandanum kleift að ferðast um vefsíðuna og nota þá virkni sem síðan býður upp á. Vefkökur sem notaðar eru til að bæta virkni vefsíðunnar og auka þannig þjónustu við notendur.
Vefmælingar
Vefkökur eru einnig notaðar til að bæta frammistöðu vefsíðunnar og nýtum við okkur til þess þjónustu fyrirtækja á borð við Google til vefmælinga og gæðaeftirlits. Upplýsingar sem notaðar eru í þessum tilgangi eru sem dæmi tegund vafra, stýrikerfis og skjástærð notenda, fjöldi og lengd heimsókna, ferðalag notenda og leitarorð. Við notum þessar upplýsingar til að bæta upplifun notenda og við þróun á vefsíðunum okkar.
Vefkökur frá fyrsta og þriðja aðila
Vefkökur frá fyrsta aðila (e. first-party cookies) koma frá sama léni og vefsíðan sem þú ert að heimsækja, í þessu tilfelli fjarhusid.is, á meðan vefkökur þriðja aðila (e. third-party cookies) eru vefkökur sem koma frá öðrum léni en síðunni sem þú ert að heimsækja. Sem dæmi getum við verið með hnapp til að líka við eða deila efni á Facebook og þannig gætu viðkomandi fyrirtæki komið fyrir vefköku í tölvunni þinni eða snjalltæki. Við höfum ekki stjórn á hvernig þessi fyrirtæki nota sínar vefkökur en hvetjum þig til að kynna þér hvernig þau nota vefkökur og hvernig þú getur stjórnað þeim. Flestir vafrar bjóða upp á þann möguleika að loka á kökur frá þriðja aðila en samþykkja kökur frá fyrsta aðila.