Við sjáum um bókhaldið

Fjárhúsið – Spekt ehf. býður upp á hagkvæma bókhalds- og launaumsýslu fyrir fyrirtæki, af öllum stærðum og gerðum. Auk þess tökum við að okkur reikningaútskriftir, launakeyrslur og flest annað það sem lýtur að rekstri nútíma fyrirtækja.

Bókhaldsþjónusta

Hagkvæm bókhalds- og launavinnsla fyrir fyrirtæki og sjálfstætt starfandi. Láttu okkur sjá um bókhaldið.

  • Bókhald
  • Launaútreikningur
  • Reikningagerð
  • Skattskil / VSK skil
  • Framtalsgerð
  • Ársreikningar
  • Stofnun fyrirtækja

Launavinnsla

Við sjáum um launaútreikninginn, gerð launaseðla og skilagreina til skattsins, lífeyrissjóða, stéttarfélaga o.fl.

Skattskil / VSK

Við gerum virðisaukaskattsskýrslur og sjáum um skil á virðisaukaskatti og önnur skattskil eftir samkomulagi.

Framtöl og ársreikningar

Við gerum framtöl- og ársreikninga fyrir lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri.

Stofnun fyrirtækja

Hyggur þú á rekstur? Ert þú í rekstri? Þarft þú að stofna fyrirtæki? Við veitum ráðgjöf og leiðbeiningar um hvaða rekstrarform er hagstæðast fyrir þinn rekstur ásamt því að ganga frá öllum nauðsynlegum gögnum og komum þeim í hendur réttra aðila.

Verktakar og einstaklingar

Verktakar og sjálfstætt starfandi einstaklingar láta gjarnan bókhaldið sitja á hakanum, oft vegna tímaskorts eða vanþekkingar. Slíkt getur reynst dýrkeypt. Rétt færð bókhaldsgögn og skil þeirra til réttra aðila á réttum tíma getur gert gæfumuninn í rekstri.

Persónuleg og fagleg þjónusta er það sem við leggjum upp með

Við leggjum áherslu á að vera í sambandi við viðskiptavini okkar þegar styttist í skil á VSK og minnum þig á eitt og annað sem skiptir máli.

Kíktu á okkur í kaffibolla, sláðu á þráðinn eða sendu okkur tölvupóst

Fjárhúsið – Spekt ehf.
Lyngháls 4
110 Reykjavík
 527-2555
 fjarhusid@fjarhusid.is
Opið alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00
X